146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.

457. mál
[22:47]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel að minnsta kosti að reglur um keðjuábyrgð, eins og þær eru settar fram af sveitarfélaginu Akureyri, sem ég átti aðild að, og Reykjavík og fleirum, séu jákvætt skref og við ættum að taka þær upp hér. Hvað varðar aftur á móti yfirverktaka í öðrum þáttum eins og kennitöluflakki og öðru tel ég að það ætti einhvern veginn að skrifast inn í almenn lög, það ættu að vera reglur sem koma í veg fyrir að menn séu sífellt að stunda slíka leikfimi án þess að raunverulegar ástæður séu fyrir því að menn fari á hausinn eins og getur gerst. Ég tel að miklu betur fari á því að það sé inni í almennri lagaumgjörð.