146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

truflun á vinnu fastanefndar.

[15:03]
Horfa

Pawel Bartoszek (V):

Virðulegur forseti. Fyrr í dag gerðist það á fundum fastanefnda að fulltrúar Pírata virðast hafa vikið af fundi kl. 10. Tilefnið varð nokkuð ljóst síðar, það var greinilega verið að ræða forystukrísuna í þingflokki Pírata. Mig langar að beina því til hæstv. forseta að hann ítreki það við formenn þingflokka að þingflokkar hagi sínu starfi í þinginu með þeim hætti að það trufli ekki vinnu fastanefnda og að fastanefndum sé sýnd virðing svo að þeir fulltrúar sem þar sitja geti sinnt því lýðræðislega hlutverki sem þeim er ætlað.