146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

kaup vogunarsjóðs á hlut í Arion banka.

[15:29]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Ég ítreka að ég stend við þau orð að það er betra að sem flestir veðji með Íslandi en á móti. Ég þarf ekkert að draga til baka í því efni. Ég mótmæli því líka, auðvitað hef ég ekki gefið neitt heilbrigðisvottorð, en ég fagna því að hv. þingmaður meti orð mín svo mikils að þegar ég segi að eitthvað sé jákvætt sé það jafnframt heilbrigðisvottorð á allt sem viðkomandi gerir. Svo er alls ekki. Ég vel orð mín þarna af kostgæfni og það er hlutverk ákveðinna aðila, nú er það Fjármálaeftirlitið, að meta hæfi þessara aðila til að fara með virkan eignarhlut. Ég hef farið í forystu fyrir þeim sem vilja vita hverjir standa þarna að baki og ég mun halda áfram baráttu minni fyrir því.