146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[16:20]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Það er fátt sem sýnir betur rökþrot stjórnmálamanna en það þegar þeir eru farnir að ata þá sem eru kannski ekki alveg sömu skoðunar eða eru einfaldlega bara að ræða málin við þá auri. Það er mjög grátlegt að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra sem komst inn á þing undir þeim formerkjum að hann væri að boða ný vinnubrögð skuli leyfa sér slíkan málflutning. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæstv. ráðherra umgengst Alþingi á þann hátt að maður veltir fyrir sér hvaða virðingu ráðherra beri í raun fyrir þinginu. Ég hvet hæstv. ráðherra til að koma hingað upp, gera bragarbót, biðjast afsökunar. Það geta öllum orðið á mistök. Það hvernig maður tekur á mistökum sínum segir allt um hvernig manneskja maður er. Hvað finnst hv. þingmönnum (Forseti hringir.) stjórnarflokkanna, hv. þingmönnum Viðreisnar, um formanninn sinn? Eru þetta nýju vinnubrögðin sem boðuð voru fyrir kosningar?