146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[16:38]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mér finnst nauðsynlegt að árétta upplýsingar sem hafa komið fram um minni hluta atkvæða og meiri hluta atkvæða. Svo er mál með vexti að bæði stjórn og stjórnarandstaða eru með minni hluta allra atkvæða, annars vegar er stjórnin með 46,64% allra atkvæða, hins vegar minni hlutinn með 47,62% allra atkvæða. Síðan er hins vegar spurning um gildi atkvæða til stjórnmálaflokka sem komust ekki inn á þing og síðan auð og ógild atkvæði. Þar er stjórnarandstaðan með meiri hluta atkvæða en stjórnarmeirihlutinn með minni hluta atkvæða, til að þess að hafa algerlega á hreinu hvert umboð stjórnarinnar er. Hún situr í umboði minni hluta atkvæða kjósenda. Það þarf virkilega að hafa það í huga við afgreiðslu allra mála hvert umboð ríkisstjórnarinnar er. Það er mjög vafasamt að við högum því svona í lýðræðisríki (Forseti hringir.) að meirihlutavald sé í skugga minni hluta atkvæða.