146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

þjónusta vegna kvensjúkdóma.

302. mál
[18:11]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Þau skil á milli þess að teljast barn og verða allt í einu fullorðinn 18 ára eru ánægjuleg fyrir flesta, en þegar kemur að sjúkdómum þá er þetta oft þröskuldur. Það er erfitt hversu köntuð við erum í þessu í heilbrigðisþjónustunni. Það þarf einhvern veginn meiri sveigjanleika þannig að það séu ekki svona skýr skil þarna á milli.

Ég vil nefna og taka undir það sem hér hefur verið sagt um mikilvægi þess að bæta þjónustu á Landspítalanum, en ég get ekki setið undir þessari umræðu öðruvísi en að nefna heilsugæslu í framhaldsskólunum og minna á að í dag, 15. maí, eru nákvæmlega fimm ár liðin frá því Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um bætt heilbrigði og bætta heilbrigðisþjónustu og bætt heilbrigði ungmenna 14–23 ára. Ég vil skora á hæstv. ráðherra að kynna sér efni þeirrar tillögu (Forseti hringir.) og skýrsluna sem að baki lá og grípa til þess að láta framkvæma þessa ágætu þingsályktun.