146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

kynsjúkdómar.

471. mál
[18:27]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég þakka fyrirspurnina og tel hana mjög brýna. Ég fagna því sem kemur fram í máli hæstv. heilbrigðisráðherra, að verið sé að skoða hvernig hægt sé að standa betur að vernd kynheilbrigðis, og þá sérstaklega ungs fólks, á Íslandi. Eins og hefur verið komið inn á hefur m.a. tíðni klamydíusmita aukist. Ég vil koma þeim sjónarmiðum á framfæri að ég tel mjög mikilvægt að við förum í viðhorfsbreytingu hjá ungu fólki gagnvart kynheilbrigði. Í tilfelli klamydíu er hún í raun og veru kynnt sem hið svokallaða Reykjavíkurhandaband, þ.e. að fá klamydíu. Lýsir það léttúðugu viðhorfi gagnvart þeim alvarlega sjúkdómi.

Spurning um aðgerðir sem hægt er að fara í strax: Er ekki ráð að veita strax ókeypis aðgang að smokkum á öllum heilsugæslustöðvum, í framhaldsskólum og annars staðar þar sem ungt fólk getur nálgast (Forseti hringir.) þá mikilvægu getnaðarvörn?