146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

Afbrigði um dagskrármál.

[14:50]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Virðulegi forseti. Það hafa ekki komið fram í þessum málum tilhlýðilega góð rök fyrir því að málunum sé hleypt inn með afbrigðum. Það eru ákveðin tímamörk á því hvenær má leggja fram ný frumvörp. Það er ætlast til þess að við almennir þingmenn förum eftir þeim tímamörkum. Þá er það væntanlega þannig að ráðherrar eigi einnig að fara eftir þeim. Skipulagsleysi af þeirra hálfu skapar ekki neyðarástand af okkar hálfu. Það má ekki vera þannig. Við verðum að vinna eftir dagskrá og eðlilegum vinnureglum. Okkur finnst ekki ástæða til að hleypa þessu í gegn nú.