146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

farþegaflutningar og farmflutningar.

128. mál
[14:57]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú er þess freistað að taka fyrir mál sem segir í dagskránni að sé til 3. umr., þar á undan voru tvö mál sem var tilkynnt að greidd yrðu atkvæði um þannig að maður bjó sig undir það, skoðaði málið. Við greiddum atkvæði um það og vorum hlynnt málinu. Án þess að okkur væri tjáð, hvorki þingflokksformanni okkar á fundi með forseta né með öðru móti, var ákveðið að freista þess að klára 3. umr. þessa máls með atkvæðagreiðslu.

Þá verð ég bara að segja: Ég er ekki undirbúinn fyrir þessa atkvæðagreiðslu þannig að ég bið forseta, til þess að við getum tekið upplýsta ákvörðun, að þessu sé ekki skellt á okkur svona með tveggja, þriggja, fjögurra mínútna fyrirvara, að endurskoða ákvörðun sína svo við getum greitt atkvæði um það og klárað síðar.