146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

farþegaflutningar og farmflutningar.

128. mál
[14:59]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er atkvæðaskýring frá mér um atkvæðagreiðsluna, ég er á gula takkanum af því að ég veit hreinlega ekki um hvað þetta mál er. Ég skoðaði það á sínum tíma og greiddi atkvæði þegar það var í 2. umr. Málinu var skyndilega skellt á núna, með þriggja mínútna fyrirvara. Ég þyrfti að skoða nákvæmlega hvað það er, hvort gerðar hafa verið breytingartillögur o.s.frv.

Þetta gerðist of hratt og það er ástæðan fyrir því að ég er á gula takkanum, svo Morgunblaðið geti nú örugglega birt þetta allt saman.