146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

farþegaflutningar og farmflutningar.

128. mál
[14:59]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Mig langar að árétta það sem ég kom inn á í máli mínu þegar ég gerði grein fyrir nefndarálitinu. Það kemur fram í nefndaráliti hv. umhverfis- og samgöngunefndar að það sé mjög mikilvægt að skipaður verði starfshópur sem hefji undirbúning lagasetningar um almenningssamgöngur. Það er gríðarlega mikilvægt, það er búið að kalla eftir lögum um þennan málaflokk um hríð og ég treysti því að hæstv. ráðherra taki þessari ábendingu Alþingis vel og skili upplýsingum og skýrslu um stöðu vinnunnar á haustþinginu 2017. Það er gríðarlega mikilvægt að svo verði.

Ég segi já við þessu.