146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

jarðgöng undir Vaðlaheiði.

524. mál
[15:24]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil allt um það að klára og bjarga í rauninni þeirri fjárfestingu og láni sem þegar er komið af stað, en fyrirspurn mín snýst í rauninni um þetta: Getum við notað lög um ríkisábyrgðir til að klára þessar framkvæmdir? Samkvæmt lögum um ríkisábyrgð getum við það ekki, miðað við umsögn Ríkisábyrgðasjóðs. Erum við að leggja fram frumvarp til laga sem brýtur önnur lög? Ég tel að það kunni ekki góðri lukku að stýra. Það verður að gera á annan hátt. Ég hvet ráðherra til að fara betri leið.