146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

jarðgöng undir Vaðlaheiði.

524. mál
[15:25]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Það er reyndar rétt að vekja athygli á því að í umsögn Ríkisábyrgðasjóðs leggur hann til að þetta lán verði veitt. Eins og oft áður er gaman að eiga orðastað við hv. þingmann vegna þess að hann er fundvís á ýmis formsatriði sem að sjálfsögðu er rétt að fylgja. Þarna sjáum við að niðurstaða sjóðsins er, að öllum atriðum skoðuðum, að rétt sé að veita lánið. Það er ekki kostur sem neinn tekur með sérstakri ánægju. Öll hefðum við viljað að upprunaleg lánveiting hefði dugað en því miður gerðist þetta með þessum hætti. Það er ekki hægt að bjarga fjármununum öðruvísi en að lána meira.