146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

jarðgöng undir Vaðlaheiði.

524. mál
[15:29]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil benda á að hér hafa óvenjuleg vinnubrögð og ákvörðun Alþingis orðið til þess, að ég tel, að mikilvæg samgöngubót er komin fram fyrir aðra enn mikilvægari samgöngubót í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, þótt það sé hvor sinni ráðherrann. Það getur verið mikið tjón fyrir ríkið að klára ekki Vaðlaheiðargöng en við höfum ekki svar við spurningunni: Er það enn meira fjárhagslegt, hvað þá félagslegt, tjón að klára ekki slysameiri vegi á undan? Það er spurningin sem við stöndum frammi fyrir.