146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

jarðgöng undir Vaðlaheiði.

524. mál
[15:36]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Nú erum við kannski komin svolítið frá aðalumræðuefninu sem er þetta lagafrumvarp hérna, einkaframkvæmd sem var beitt við þau göng sem við erum að tala um. En það er alltaf flókið að hugsa hvað sé nauðsynlegt. Þótt ég sé enginn sérstakur aðdáandi vegtolla þekkir maður þá vel eftir að hafa bæði ferðast og búið erlendis þannig að ég hef talið að það mætti vel ræða hugmynd samgönguráðherra. En ég er enginn meðflutningsmaður hans að þeirri hugmynd. Mér finnst hins vegar að almennt megi hugsa það vel að þeir sem nýti vegina borgi fyrir það. Ég held að við getum ekki gert það nema vera búin að skoða það mál miklu betur. Ég hef ekki skýra afstöðu í málinu á þessari stundu.