146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2016 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

365. mál
[17:09]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Jóna Sólveig Elínardóttir) (V):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2016 um breytingu á XX. viðauka um umhverfismál við EES-samninginn. Utanríkismálanefnd fjallaði um málið og fékk á sinn fund fulltrúa utanríkisráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar er ætlað að fella inn í EES-samninginn framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2015/2119 um að fastsetja niðurstöður um bestu, fáanlegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun 2010/75/ESB, um losun í iðnaði vegna framleiðslu á þiljum að meginhluta úr viði.

Ákvörðuninni er ætlað að styðja við áðurnefnda tilskipun um losun í iðnaði. Ákvörðunin setur fram niðurstöður um bestu fáanlegu tækni fyrir framleiðslu á þiljum úr viði en hún á einungis við um framleiðslu í verksmiðju sem afkastað getur meira en 600 m³ á sólarhring. Ekki er vitað til þess að neitt íslenskt fyrirtæki falli undir gildissvið ákvörðunarinnar.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt og er samhljómur um það í nefndinni.