146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

meðferð sakamála.

374. mál
[17:28]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir þessar athugasemdir. Við munum eflaust finna farsæla lausn á málinu. Rétt eins og hv. þingmaður hafði ég ekki tekið eftir þessari umsögn fyrr en bara í dag þegar málið kom á dagskrá þingsins og var til skoðunar hjá okkur enn og aftur. Ég tel að við getum fundið auðvelda og farsæla lausn á þessu sem þyrfti ekki að taka langan tíma í allsherjar- og menntamálanefnd þannig að við getum tryggt að gagnaöryggi borgaranna sé ekki stefnt óþarflega í voða með óvarlegri lagasetningu, sem er að sjálfsögðu ekki ásetningur löggjafans í þessu máli. Að öðru leyti þakka ég fyrir þessar ábendingar. Við hljótum að finna eitthvað sniðugt út úr þessu.