146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

392. mál
[18:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir þetta. Ég held ekkert að 25 ára nemendur og eldri eigi ekki að vera í menntaskólum. En það hefur sýnt sig í löndum sem við berum okkur saman við að þar vilja 25 ára og eldri nemendur frekar fara í einhvers konar fullorðinsfræðslu, þau vilja oft leita í nám og eru komin á þann aldur að þau hafa fyrir börnum að sjá og vilja fá öðruvísi nám heldur en að sitja á skólabekk á daginn í þrjú ár. Ég held að hér séum við bara að leyfa þeim að fá lán til að nýta sér þetta úrræði, en þau eru auðvitað velkomin í framhaldsskólann á sömu forsendum og aðrir. Það sem var gert var að framlög til hins opinbera í þessa framhaldsfræðslu voru stóraukin til þess að sporna við brottfalli og ýta undir að 25 ára nemendur og eldri gætu klárað stúdentspróf og fengið lán til þess að fara í áframhaldandi nám eins og í háskólum.

Þau Norðurlönd sem við berum okkur saman við eru með miklu strangari og meiri reglur en þessa forgangsröðun sem við erum með á þessum lista. Það er nú bara svo að 25 ára og eldri nemendur komast inn í framhaldsskóla á Íslandi.