146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

392. mál
[19:03]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér finnst rosalega gaman að tölum og svona þannig að ég fletti bara upp á vef Hagstofu Íslands. Árið 2013 var 10,6% atvinnuleysi meðal 16–24 ára og 4,6% meðal 25 ára og eldri, árið 2014 var 9,9% og 4,3% og árið 2015 var atvinnuleysi meðal 16–25 ára 8,7% og 3,2% hjá 25 ára og eldri. Þarna er greinileg lækkun á atvinnuleysi, eða sem nemur um 1.200 manns í hópnum 25–54 ára. Því miður eru gögnin ekki nákvæmari en þetta á Hagstofunni. Jú, það er einhver lækkun þarna sem gæti útskýrt að einhverju leyti fækkun nemenda eldri en 25 ára, en gögnin eru ekki alveg nógu nákvæm til að hægt sé að fullyrða nokkuð um það.