146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

umferðarlög.

307. mál
[20:54]
Horfa

Daníel E. Arnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir seinna andsvarið. Já, hvatinn til að leggja inni í höfuðborginni og hvatinn til að leggja við fjölfarna ferðamannastaði er ekki sá sami. Hvatinn verður að vera mikill til að rukka fólk á ferðamannastöðunum því að öll þessi gjöld sem við töluðum um áðan, sem þetta eina bílastæði þarf að borga upp, eru ansi mikil. Hvatinn þarf að vera feikimikill fyrir sveitarfélögin til að fá til sín einkabíla, til að fá einhvern til að leggja í stæðin.

Með lengri vegalengdir: Við getum vel talað um bílastæðamál í borginni og almenningssamgöngur. En ég tel alltaf betra þegar hið opinbera fer í einhverjar aðgerðir að við séum ekki að þröngva einhverju upp á fólk heldur gera þann kost bestan og sem umhverfisvænstan. Við neyðum ekki fólk til að nota strætó heldur gerum við strætó þannig að hann sé það góður að fólk vilji ekki nota einkabílinn, sama þótt það sé frítt í stæði.

Ég þakka fyrir þessa umræðu og þakka fyrir andsvarið.