146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

varnir gegn mengun hafs og stranda og hollustuhættir og mengunarvarnir.

355. mál
[21:21]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Valgerður Gunnarsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, svonefndar EES-reglur, refsiákvæði þar að lútandi.

Nefndarálitið hljóðar svo:

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Helgu Jónsdóttur og Huga Ólafsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Sigurð Snævarr, Lúðvík Gústafsson, Karl Björnsson, Halldór Halldórsson, Guðjón Bragason og Telmu Halldórsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Kristínu Lindu Árnadóttur, Sigrúnu Ágústsdóttur, Aðalbjörgu Guttormsdóttur, Sigurrós Friðriksdóttur, Agnar Bragason, Hildu Guðnýju Svavarsdóttur og Guðmund Ingvarsson frá Umhverfisstofnun. Nefndinni bárust umsagnir um málið frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnun

Þessu frumvarpi er ætlað að innleiða EES-gerðir um varnir gegn mengun sem á upptök í skipum og innleiðingu laga við brotum með því að bæta við refsiheimild laga um hollustuhætti og mengunarvarnir svo að unnt verði að refsa fyrir tilraun til brota og hlutdeild í brotum. Umsagnaraðilar og gestir nefndarinnar í málinu hafa engar efnislegar athugasemdir gert við framgang þess heldur þvert á móti ítrekað mikilvægi þess að það nái fram að ganga. Nefndin tekur undir þá afstöðu og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið rita Valgerður Gunnarsdóttir, formaður og framsögumaður, Ari Trausti Guðmundsson, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Einar Brynjólfsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Pawel Bartoszek og Teitur Björn Einarsson.