146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[21:38]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar til að byrja á að óska þingmanninum til hamingju með fyrsta málið sitt sem fyrsti flutningsmaður. En þingmaður lýsti hérna fullt af vandamálum sem væri kannski áhugavert að prófa að laga áður en farið er út í þær aðgerðir að fangelsa foreldri fyrir, ja, hver veit hvaða ofbeldi. Tölurnar sem hv. þingmaður vísaði í standast illa skoðun. Væri gott ef þingmaður gæti eilítið upplýst okkur um hvaðan tölurnar koma og hvernig þær passa við á Íslandi, því að við fáum aðrar tölur frá t.d. umboðsmanni barna en vísað er í í frumvarpinu. (BN: Hvaða tölur eru það?)

Hv. þingmaður segir að þetta eigi að tryggja rétt og velferð barna en mig langar til að vita (Forseti hringir.) hvaða aðstæður gætu komið upp sem gera barninu það betra að hafa foreldri í fangelsi.