146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[21:42]
Horfa

Flm. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Barnið er ekki einkamál þess sem fer með forsjá. Einlægur vilji að vernda barnið? Af hverju eru þá þessi ákvæði í barnaverndarlögum að það skipti máli fyrir velferð barnsins að geta fengið að umgangast báða foreldra? Eigum við að taka það úr lögum? Nei, við gerum það ekki. Ég held að allir verði að átta sig á því að þessi grein í frumvarpinu sem er verið að bæta við snýr að því þegar liggur fyrir úrskurður lögmæts yfirvalds, dómur, dómsátt eða samningur. Þetta á ekki við í einhverjum deilum um það hvort barni sé hætta búin hjá hinu foreldrinu. Það er ekki þannig. Af því að þarna er komin niðurstaða. Og ef forsjárforeldri telur að barninu sé hætta búin að vera hjá hinu foreldrinu er það sérstakt barnaverndarmál. Það er afgreitt hjá barnavernd. Þá þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af þessu frumvarpi.