146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[21:51]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er einmitt kjarni málsins. Þetta snýst um barnið. Fólk er svo margvíslegt og það þarf að hugsa um hvert dæmi fyrir sig. Það er spurning hvort hægt sé að setja svona hluti í svona fast regluform. En fyrst hér var talað um forræði áðan: Stundum eru báðir foreldrar jafn hæfir. Þá getur það foreldri sem fær ekki umgengni og er tálmað farið í annað forsjármál. Væntanlega myndi þá tálmun vera talin skerða hæfi hins foreldrisins, eða hvað?