146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[21:53]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Mig fýsir að vita hvaða tölulegar upplýsingar hv. þm. Brynjar Níelsson hefur í sínum fórum um tálmanir og brot á umgengni. Hann nefndi hér í ræðu sinni áðan að þau brot hlaupi á hundruðum. Mig langar til að vita nákvæmlega hvaða tölur hann er að vísa í.