146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[21:54]
Horfa

Flm. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Skiptir þetta nú höfuðmáli? (RBB: Það skiptir máli.) Þetta finnst mér undarleg spurning. (RBB: Þetta skiptir máli.) — Nei. Ég er einfaldlega að segja að við sem höfum unnið í þessu í 20 eða 30 ár vitum alveg að það er mikill fjöldi. Hann hleypur á tugum á hverju ári. Nákvæm tala? Það kemur þá bara í ljós við meðferð málsins í nefnd. Þetta hefur alltaf verið vitað, hefur verið vitað í fjölda ára. Ótrúlega mörg mál eru um þetta, mismunandi mikil tálmun og takmörkun. En það er auðvitað ekkert lykilatriði í þessu. Við vitum þá alla vega að þessi mál snerta tugi og hundruð barna og hafa gert undanfarin ár.