146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[21:56]
Horfa

Flm. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Málin sem snúa að aðför segja ekki allt og segja raunverulega ekki neitt. Málin þar sem er tálmun eru tugir á hverju ári. (RBB: Hvaða tölur eru það?) Finnum bara út tölurnar. Við sem höfum unnið í þessu, hv. þingmaður, vitum að þetta eru margir tugir á ári. Við vitum það bara. (Gripið fram í.) Hvort það eru 19 eða 20 eða 25 eða 30 skiptir bara engu í þessari umræðu á síðustu árum. (Gripið fram í.) Það eru ótrúlega mörg mál. Hv. þingmaður getur einfaldlega farið í þann hóp, sem er sérstakur félagsskapur, sem hefur sætt tálmunum undanfarin ár. Hvað ætli séu margir í þeim hópi? Menn fara sjaldan í aðför, enda er það mjög fyrirferðarmikið, kostnaðarsamt og erfitt og hefur enga þýðingu eins og dæmin sanna.