146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[22:09]
Horfa

Flm. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skil ekki þessa röksemdafærslu. Hv. þingmaður segir að þetta sé brot. Þegar brotið er gegn börnum er alltaf viðurlagaákvæði. Það er fangelsi, alltaf. Varðhald eða sektir, alltaf. Það eru alltaf viðurlög. Annars hefur ákvæðið enga þýðingu. Það er auðvitað bara alveg eins með þetta brot. Ef við getum undir vissum kringumstæðum dæmt foreldri í fangelsi fyrir að sinna barninu ekki þannig að það fái eðlilega menntun, fari með það í skólann; það er alveg jafn þungbært fyrir barnið að sjá eftir foreldrum sínum í fangelsi fyrir það og þetta.

En þessu er auðvitað ekki beitt við fyrsta brot. Ekki í þessum málum frekar en öðrum. Það verður ekki gert í þessu heldur. Hér er bara verið að samræma refsinguna við þau brot sem fyrir eru. Ég get alveg fullyrt að það sé meira mál fyrir barn að vera svipt foreldri en að vera rassskellt einu sinni. Ég er alveg viss um það.