146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[22:26]
Horfa

Flm. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að segja að mér finnst það fullkomið kraftaverk að geta gert þetta mál að kynjamáli. Erfitt fyrir femínista að samþykkja af því að mæður — þetta snýst um börnin. Þetta snýst ekkert um mæður eða feður, þetta snýst um réttindi barnanna.

Þess vegna vil ég spyrja hv. þingmann: Telur þingmaðurinn að umgengnistálmun á grundvelli brots á samningi, úrskurði, dómsniðurstöðu, sé brot á réttindum barnsins eða ekki? Ég vil fá einfalt svar við því.