146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

416. mál
[23:34]
Horfa

Flm. (Guðjón S. Brjánsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspurnina. Eins og að framan greinir hefur þetta frumvarp ekki átt auðvelt uppdráttar í þinginu. Það er ekki verið að flytja það í fyrsta sinn heldur hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir í því efni.

Segja mál að það sé eðlilegt að ábyrgðir verði samræmdar í þessu tilviki. Nú eru í gildi eldri lán með ábyrgðarmönnum, en það verður fróðlegt að sjá hvaða meðferð frumvarpið fær í nefnd. Ég er persónulega mjög opinn fyrir því að þetta verði samræmt. En við þekkjum öll að fyrirkomulag námslána og námsaðstoðar hefur þróast með öðrum hætti hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Eins og fram kom í ræðu minni greiða einstaklingar af námslánum sínum miklu lengur fram eftir ævinni hér og endist mörgum hverjum ekki ævin til þess. Að óbreyttu verður aukning hvað það varðar með því að fólk er lengur í námi fram eftir ævinni. En mér finnst þetta jákvætt og gott innlegg.