146. löggjafarþing — 67. fundur,  22. maí 2017.

diplómanám þroskahamlaðra í myndlist o.fl.

475. mál
[12:04]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Ég ætla að byrja á að þakka fyrirspyrjanda kærlega fyrir að vekja athygli á þessu máli. Ég held að það hafi nú verið flóknari og erfiðari viðfangsefni sem við höfum glímt við hér. Nú bara segi ég við hæstv. ráðherra: Nú segirðu okkur bara til. Ef það vantar einhverjar heimildir þá skulum við ganga í það mál. Ég veit að við munum sameinast hér í þingsal.

En ég tek hins vegar eftir því og fagna að hv. fyrirspyrjandi Svandís Svavarsdóttir er farin að bera nokkra umhyggju fyrir einkareknum skólum, sem er Myndlistarskólinn í Reykjavík, sem er einkarekinn. Það kannski veit á gott að í framtíðinni förum við að sameinast um að nýta raunverulega þá krafta sem felast í einkarekstri skóla með þjónustusamningi við ríkið með svipuðum hætti og við ætlumst til að verði gert hér. Þetta er fagnaðarefni og gleður mitt litla íhaldshjarta.