146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

afgreiðsla meiri hluta nefndar á áfengisfrumvarpinu.

[15:13]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég þreytist seint á að minna á að þessi ríkisstjórn er með minni hluta atkvæða á bak við sig. Þetta mál snýst um að hér var lagt fram mjög umdeilt frumvarp sem tekur síðan miklum breytingum, svo miklum raunar að allar umsagnir sem komu um fyrra mál eru í raun ómerkar að miklu leyti, það þarf að fá nýjar umsagnir við nýtt frumvarp. Þetta minnir pínulítið á sálfræðitaktík sem heitir „door-in-the-face“, hurðin í andlitið. Þótt það sé kannski ekki tilgangur þeirra sem leggja málið fram þá kallar þetta fram ákveðin sálfræðiviðbrögð, manni finnst breytingarnar sjálfkrafa vera betri af því að þær eru skref aftur á bak. Við verðum að taka okkur tíma, fá nýtt sjónarhorn á málið, nýjar umsagnir og halda síðan áfram, þetta er ekkert flókið.