146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

afgreiðsla meiri hluta nefndar á áfengis frumvarpinu.

[15:15]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég geri ráð fyrir því að forseti sé ekki mjög glaður með að við þurfum að fara í það að ræða um fundarstjórn forseta af því að hér er verið að taka mál og gjörbreyta á þann veg að kalla þarf eftir nýjum umsögnum, það er svo einfalt. Þá vil ég koma með lausn sem ég veit að bæði ég og hæstv. forsætisráðherra erum sammála um að þurfi að fara í og myndi leysa málið. Sú lausn er að við samþykkjum breytingu á lögum þannig að mál lifi á milli þinga. Ég skora á þennan ágæta meinta meiri hluta á Alþingi að hleypa því máli áfram þannig að við getum klárað það fyrir þinglok, svo að að mál lifi á milli þinga og mál sem eru á þessum langa, langa lista frá ríkisstjórninni lifi áfram og haldi áfram í nauðsynlegu umsagnarferli. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)