146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

United Silicon.

[15:48]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf):

Virðulegi forseti. Ég held að þingmaðurinn viti þetta en ef hann veit það ekki upplýsist hér með að langlundargeð mitt er ekki mikið þegar kemur að þessari verksmiðju þar sem starfsemin hefur gengið illa. En það er líka mikilvægt að vita að Umhverfisstofnun hefur heimild til fyrirvaralausrar lokunar ef þessi gangsetning gengur ekki sem skyldi. Ég vænti þess að fylgst verði vel með og að Umhverfisstofnun beiti úrræðum sínum og gæti ýtrustu varúðar fyrir hönd almennings í þessu tilviki eins og hún hefur gert hingað til.