146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

sjálfbær ferðaþjónusta og komugjöld.

[16:07]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svörin. Ég fagna því að hún tekur undir ýmislegt sem ég sagði. Það vantar enn þá svör hennar við því hver næstu skrefin verða varðandi komugjöldin að hennar mati. Ég ætla að benda á að Vinstri græn fluttu frumvarp um komugjöld í fjárlagaumræðunni fyrir áramót. Þar var það frumvarp fellt. Þá spyr ég í framhaldinu: Hvað hefur þá breyst núna? Ég vil fá skýr svör við þessum tveimur spurningum; annars vegar um hvað gera á næst varðandi komugjöldin og eins hvað breyst hefur síðan við lögðum þessa tillögu fram.