146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

Afbrigði um dagskrármál.

[16:11]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er um að ræða þingmannamál sem komið er fram eftir að tímafresti til framlagningar mála lauk. Tímamörkin voru sett til þess að allir gætu fengið mál sín á dagskrá með eðlilegu móti. Það er fráleitt að taka þetta mál fram fyrir á þessum tímapunkti, mál sem liggur alls ekkert á, ólíkt 19. máli á dagskrá. Það er fullt af öðrum góðum þingmannamálum sem eiga eftir að komast til 1. umr., svo ekki sé talað um lengra áfram í ferlinu. Það er alveg fráleitt að samþykkja að hleypa þessu máli á dagskrá núna. Við segjum nei.