146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

Afbrigði um dagskrármál.

[16:12]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Öfugt við 18. málið á dagskrá er vissulega tímapressa á að við afgreiðum 19. mál. Hér er um að ræða helst til vandræðalega villu sem leyndist í útlendingalögum þar sem ekki átti að heimila 16–18 ára skiptinemum að vera með dvalarleyfi á Íslandi. Því munum við Píratar greiða atkvæði með að þetta mál fái meðferð þingsins þrátt fyrir að settur tímafrestur fyrir þetta hafi verið liðinn.