146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

umferðarlög.

307. mál
[16:33]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um málefni sem talsverður styr stendur um í þjóðfélaginu. Ferðaþjónustan er ekki alls kostar sátt og hefur látið í ljós áhyggjur sínar af því að þetta frumvarp nái fram að ganga. Ég vil hins vegar gera grein fyrir því að hér er verið að færa sveitarfélögunum heimild til að leggja á bílastæðagjöld til að byggja upp bílastæði og viðhalda þeim og ýmislegt sem þeim tengist. Það er í anda Pírata að færa ákvörðunarvald til sveitarfélaganna. Þess vegna mun ég greiða atkvæði með þessu frumvarpi.