146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[11:39]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er sem sagt eining um það í meiri hlutanum að skilja hæstv. fjármálaráðherra eftir í þessu máli. Það er fínt að átta sig á því. Mig langar þá að spyrja hv. þingmann um tvennt annað. Hann talar fyrir einkavæðingu flugstöðvarinnar í Keflavík, eða að minnsta kosti hlutaeinkavæðingu, eins og ég skildi orð hans hér áðan. Finnst hv. þingmanni ekki umhugsunarefni að færa eigi aðila, sem er í raun í einokunaraðstöðu hvað varðar millilandaflug til landsins, í einkaeigu? Það sem ég hef lesið hjá helstu frjálshyggjupostulum þessa heims sem tala fyrir einkarekstri flugstöðva þá segja þeir að það sé samt aldrei góð hugmynd að færa flugstöðvar í einkarekstur sem eru í einokunaraðstöðu.

Og hitt sem mig langar að spyrja hv. þingmann um: Lokatillaga meiri hlutans er að skoðaðir verði kostir þess að setja á laggirnar stjórn yfir starfsemi Landspítalans. Væntanlega pólitíska stjórn. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Er eitthvert vantraust hjá meiri hluta fjárlaganefndar í garð stjórnenda Landspítalans?