146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[11:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég segi: Við gerum ekki breytingar á þingsályktunartillögunni. Við erum að tala um sömu tekjuramma, sömu útgjaldaramma. Við leggjum til að ýmis áform verði endurskoðuð. Þá hljóta einhver önnur áform þurfa að koma í staðinn til að uppfylla þessa ramma, bæði tekjur og gjöld. Í þriðja lagi vil ég segja að við gerð fjárlaganna, sem er þá næsta þingmál í þessari seríu þingmála um opinber fjármál, koma örugglega fram einhverjar tilfærslur og breytingar sem ríma ekki fullkomlega við þá ramma sem fjármálaáætlunin gengur frá. Það þekkjum við úr síðustu fjárlagaafgreiðslu.