146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:17]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Haraldi Benediktssyni fyrir að veita mér andsvar. Meðal þess sem er gott í meirihlutaáliti fjárlaganefndar — það er margt gott í því — er þessi tillaga. Og það er gott að þetta er komið fram. Eins og ég benti á í ræðu minni áðan eru aðstæður mjög ólíkar á milli landshluta. Ég veit að við hv. formaður erum sammála um það. Það er því mjög gott að þetta komi fram og að við höldum áfram að vinna með þessa hluti. Við erum öll að fóta okkur í þessu nýja umhverfi að vinna samkvæmt lögum um opinber fjármál. Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða betur. Það er gott að þetta kom fram og það eru margar góðar ábendingar í meirihlutaálitinu. Sumt af því sem þar stendur gæti næestum því hafa komið frá Framsóknarþingmönnum. Ég var því bara sátt þegar ég las þetta.