146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:19]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég náði ekki að klára fyrra andsvar mitt áðan varðandi gengi og þróun þess. En ég sagði áðan í ræðu minni, og einnig í andsvari við hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, að það skipti náttúrlega máli, það væri lykilatriði, hvar á landinu farið sé í framkvæmdir. Hvenær eigum við að fara í framkvæmdir? Það er aldrei tími til að fara í framkvæmdir ef það er ekki hægt þegar það er niðursveifla og alls ekki hægt ef það er uppsveifla. Á þá bara að skilja stóran hluta landsmanna eftir án alls? Það gengur ekki. Þetta þarf að vega og meta hverju sinni til að draga úr þeirri áhættu sem þessu fylgir.

Flugstöðin — eigum við ekki bara að segja að þegar maður hugsar hlutina til enda, og fer betur yfir hlutina, þá sé það ekki góð hugmynd, hv. þm. Haraldur Benediktsson. Ég held að við ættum bara að leggja hana til hliðar.