146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:58]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mér heyrist hv. þingmaður vilja svara kalli almennings um uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu með því að segja í öðru orðinu: Það er bara ekki hægt að ná í peningana. En í hinu orðinu leggur hv. þingmaður og stjórnarliðar allir til að lækka skatta. Upp á 13,5 milljarða. Það eru miklir peningar. Það er næstum helmingurinn af því sem við í Samfylkingunni leggjum til að aukið verði um á árinu 2018. Það væri aldeilis hægt að nýta það til að bæta líðan sjúklinga í landinu, bæta líðan aldraðra og öryrkja, eða setja hluta þess í uppbyggingu á samgöngukerfinu.

Það er holur hljómur í gagnrýni hv. þingmanns á tillögur Samfylkingarinnar þegar hann stendur sjálfur fyrir slíku bulli sem fjármálaráð, sem skipað er okkar færasta fólki, hefur sagt að væri óráð (Forseti hringir.) á þenslutímum. Aðeins er verið að færa skattlagningu frá almenningi yfir á ferðamenn en skattkerfið er ekki nýtt sem hagtæki til að bregðast við stöðunni eins og hún er, hvort sem það er í rekstri eða þjónustu við (Forseti hringir.) almenning í landinu.