146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:53]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum andsvarið. Varðandi gjaldtöku vil ég segja að við erum nú þegar að greiða gjald í gegnum Hvalfjarðargöng. Vonandi kemst fyrr en seinna á vegasamband í gegnum Vaðlaheiðargöng og að þar munum við greiða fyrir. Ég tel það ekki neitt óréttlæti eða mismunun þó svo að við greiðum fyrir þá vegabót sem skiptir miklu máli og vil vísa til þess að víða um lönd er það þannig. Jafnvel eru þjóðir, eins og Norðmenn, búnar að safna árum saman fyrir því að fara í vegabætur með gjaldtöku á vegum. (Gripið fram í.) Ég hef sjálf greitt fyrir það sem ferðamaður í Noregi að fá að aka eftir ákveðnum vegi því þar átti að fara í mikilvirkar umbætur. Það er bara mín skoðun. Ég tel að þetta sé leið til þess að við getum (Forseti hringir.) flýtt vegaframkvæmdum um allt land.