146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:07]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður vill þá kannski gera grein fyrir því hér á eftir hvernig bæta á sveitarfélögunum upp þann uppsafnaða halla sem orðið hefur vegna þess að þingið gat ekki á síðasta kjörtímabili greitt fyrir þessum lögum. Við erum ekki að tala um smáaura. Við erum að tala um tugi og jafnvel hundruð milljóna. Hér var talað um hlutfallstölu í tekjustofnum milli ríkis og sveitarfélaga. Það er ýmis þjónusta sem leggst misþungt á sveitarfélög, eins og t.d. hjúkrunarheimili sem eru vanfjármögnuð, sum sinna henni, önnur ekki. Hvernig ætlum við að fara með það?