146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:07]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að biðja hv. þingmann að vera ekki svona reiðan við mig út af þessu. En varðandi halla sveitarfélaga vegna almenningssamgangna þá er það vandi sem sveitarfélögin hafa verið að glíma við. Við þekkjum sérstaklega, ég og hv. þingmaður, stöðuna á Austurlandi. (LE: Norðurlandi.) Og Norðurlandi. Við höfum svo sannarlega áhyggjur af henni. Við höfum fundað til þess að reyna að finna lausnir á því máli. Þær hafa ekki fundist til fulls enn þá. Ég get ekki leyst þá stöðu hér í þessum ræðustóli þannig að ég ætla bara að biðja um aðstoð hv. þingmanns við að leysa hana.