146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:04]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir svarið. Annað sem ég vildi gjarnan fá þingmanninn til að svara snýr að því þegar flokkar voru að tala saman þvers og kruss í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður. Það var skilningur minn að ein af meginástæðum fyrir því að ekki náðist að mynda stjórn undir forystu hv. þingmanns hafi verið áhersla Viðreisnar á að hækka ekki skatta. Það mætti alls ekki fara í hækkun á sköttum. Ég verð að fá að spyrja þingmanninn hvort það sé rétt. Þá er einkennilegt að sjá síðan hæstv. fjármálaráðherra snúa sér við með engum fyrirvara, engu samráði, engri faglegri vinnu, og leggja til að skatti sé skellt á þvert á það sem hann sagði í kosningabaráttunni og eftir kosningar líka.