146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:52]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í nefndaráliti meiri hlutans er talað um 8,8% hækkun til sjúkrahúsa. Mig langar til að vita hvernig það er útskýrt, og hvort það er útskýrt yfirleitt, að þetta dugi fyrir því sem stefnt er að. Í fjármálaáætlun ætti að setja stefnunmörkunina fram. Gerir hún grein fyrir stöðu sjúkrahúsanna í landinu í lok tímabilsins og útskýrir af hverju 8,8% duga? Ég geri mér grein fyrir því að þetta er örugglega ekki þannig, en innsæi nefndarmanna í velferðarnefnd gæti verið hjálplegt til að varpa ljósi á það hver umræðan um það hefur verið.