146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:53]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Þarna kemur þessi aukning fram en mjög erfitt er að átta sig á því hvort það dugi af því að í áætluninni er rekstrarkostnaði og stofnkostnaði til sjúkrahúsanna blandað saman. Við kölluðum eftir frekari gögnum innan hv. velferðarnefndar til að reyna að afla okkur upplýsinga um hvað þetta myndi virkilega þýða fyrir rekstrarstöðu sjúkrahúsanna í lok áætlunarinnar og núna. Þau gögn fengust ekki þannig að það er algert ógagnsæi í því sem snýr að þeim hlut og því mjög erfitt að draga ályktanir eða átta sig á því hvað um er að vera í þessum málaflokki.