146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:24]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Til að vera aðeins nákvæmari höfum við talað um þrepaskiptingu skattkerfisins sem byggist á því að þeir sem hafa hærri tekjur borgi hlutfallslega meira með hátekjuþrepi. Við höfum talað um auðlegðarskatt. Við höfum talað um stigvaxandi fjármagnstekjuskatt. Við höfum viljað skoða, án þess að skapa hættu fyrir atvinnugreinarnar, hvort við getum náð inn meiri tekjum af auðlindunum. Við fæðumst öll með hlutabréf í sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar og við eigum rétt á að njóta þeirra og þeim verður aldrei betur varið en í það að verja þá sem veikastir eru í samfélaginu.